Öss þessi bloggleti gengur ekki

Já það er hverju orði sannara það er ekki hægt að vera svona löt að blogga en ég reyni að bæta úr því með þessari færslu Grin

 

Já byrjum á byrjuninu fyir stuttu síðan giftu Ranka litla og Gunnzi sig og var þetta rosalega sætt allt saman athöfnin heima hjá þeim og veislan auðvitað líka og var þetta allt rosalega flott hjá þeim og þau lang sætust InLove  og vil ég bara óska þeim enn einu sinni til hamingju með að vera loksins HJÓN.

 

Þá er komið að fótboltanum en eina helgina fyrir stuttu síðan brunuðum við litla fjölskyldan okkur til Keflavíkur svo gæjinn gæti keppt á mótinu þar og stóð hann sig bara feiknavel með frænada sínum í liði þeir tveir saman eru bara flottastir. En það voru spilaðir 4 leikir og aðeins einn unninn og hvarlaði að mér eitt andartak að flytja til Keflavíkur því það er ekkert lítið sem þessir strákar eru agaðir og góðir. En strákarnir okkar stóðu sig samt vel.

Víst við vorum farin að heiman þá var ákveðið að taka daginn með stæl skeltum okkur inní borgina og fórum í Just4kids og skoðuðum öruglega öll leikföngin sem voru til næst skeltum við okkur í dýrabúðina við hliðiná og vorum öll veik fyrir einum fugli þarna en létum það vera að takann með okkur heim enda er ein Dísa hérna hjá okkur sem mér langar alveg að losna við Undecided Svo er búið að byðja mig um að kaupa Nemó fisk og var ég alveg að spá í því áður en við hédum inní búðina en um leið og ég sá verðmiðann þá bara NEI ég er ekki að fara að eyða hátt í 5000 krónum í einn fisk myndi ekki einu sinni borða fisk sem kostar svo mikið. Svo lá leiðin uppí smáralind og þar var stefnan tekin á bíóð (horton) eftir smá rölt um svæðið svo var fengin sér gómsæt pizza á pizza hut MMMMMMMM Grin

 

Það hefur ekkert meira svona stórmerkielgt verið að gerast hérna hjá mér svo ég læt þetta bara gott heita núna en kem með færslu fljótlega samt Cool

 

En eitt að lokum þá styttist óðum í að litla barnið mitt já þetta pínu litla verði 5 ára merkielgt hvað þessi börn eldast en maður sjálfur eldist ekki um einn dag hvað þá meira en það verður svaka party hjá skvísuni þegar hún nær 5 ára aldrinum og þá styttist í að hún komist í skóla sem hún er búin að bíða eftir síðastliðið ár eða svo henni lyggur svo á að verða stór eins og stóri bróðir

En þanga til næst .........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband