31.3.2008 | 18:41
Þá er ég komin
Jæja þá lét ég lokks verða að því að byrja að blogga hérna. Á maður ekki að prufa allt til að geta dæmt um það En eins og er hef ég nú ekki mikið að segja er bara að bíða eftir að maturinn verði til. Get svo sem sagt ykkur hvað ég gerði um helgina. Á laugardaginn fór ég með dóttur mína í íþróttarskólann og ef daman verður ekki margfaldur heimsmeistari í fimleikum þegar hún verður eldri þá veit ég ekki hvað enda eru æfingar hérna á stofugólfinu uppá hvern einasta dag. Svo síðar um daginn var ferðini heitið á Vesturgötuna þar sem haldið var lyftingamót byrjenda og lámarksmót (held að það sé rétt nafn á keppnini)og verð ég að segja að skipulagningin var til fyrirmyndar hef nú farið og horft á nokkurmót og sem áhorfandi naut ég mín þarna gekk allt eins og ný smurð vél.... gerist ekki betra enda úrvals fólk sem sá um keppnina. Svo var bara haft það kósý um kvöldið fyrir framan imbann. Ekki má gleyma að litli frændi varð einmitt eins árs í dag.... já litli prinsinn stækkar fljótt.
Á sunnudaginn var síðan afmælisveislan hjá prinsinum og var sko úðað í sig af kræsingum enda móðirinn á heimilinu úrvals eldhúsdama (pabbinn er reyndar ekki sem verstur í eldhúsinu) svo var nú ekki mikið meira gert merkilegt.
En maturinn er til svo ég verð að gefa drekunum að borða.
Later
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.